Hugum að þessu á næstu misserum ....

 Alþingi 07.12.2004 Telur ráðherra rétt í ljósi aðstæðna á fjármálamarkaði að grípa til aðgerða til að treysta betur stöðu innstæðueigenda og telur hann að öryggi þeirra sé nægjanlega tryggt komi til alvarlegra skakkafalla hjá innlánsstofnunum þannig að þær geti ekki staðið við skuldbindingar gagnvart innstæðueigendum?
    Ráðherra telur að núverandi lágmarksinnstæðutrygging samkvæmt lögum um innstæðueigendur og tryggingakerfi fyrir fjárfesta veiti innstæðueigendum fullnægjandi vernd. Í því efni ber að hafa í huga að lágmarkstrygging samkvæmt lögunum á aðeins við ef eignir sjóðsins hrökkva ekki til þess að greiða allar kröfur. Meginreglan er því sú að allar innstæður eru greiddar, svo fremi sem Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta eigi fyrir kröfum innstæðueigenda.  Ráðherra telur á hinn bóginn að ástæða sé til að huga að því á næstu missirum hvort rétt sé að innlánastofnanir greiði meira til sjóðsins, t.d. með því að hækka það hlutfall tryggðra innstæðna sem sjóðurinn skal eiga á hverjum tíma.

Jóhanna Sigurðardóttir bar þessa spurningu fram við Valgerði Sverrisdóttur, sennilega gat enginn séð það fyrir að bankarnir féllu allir í einu en það er ljóst að einhver hefur haft áhyggjur af þessum málum. 

Samkvæmt þingmálaskrá Ríkisstjórnarinnar 2007 -2008  þá átti að taka fyrir á haustþing “Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. (Haust)”  Finn ekkert um það hvaða breytingar voru gerðar á lögunum ef einhverjar ?

Og hér er síðan brot úr lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta sem vert er að hafa áhyggjur af.

1999 nr. 98 27. desember 3.gr. Aðilar að sjóðnum.Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, sem hafa staðfestu hér á landi, skulu eiga aðild að sjóðnum. [Hið sama gildir um útibú þessara aðila á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum.]1) Þessi fyrirtæki, hér eftir nefnd aðildarfyrirtæki, bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hans umfram lögbundin framlög til sjóðsins,sbr. ákvæði 6. og 7. gr. 

Vonandi finna menn skothelda leið fram hjá þessu ákvæði laganna en hún liggur vart ljós fyrir eða hvað ?


mbl.is Baksvið: Viðvörunarljósin leiftruðu í þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband