Eru útrásarbankastjórarnir enn við völd ?

Er ekki að skilja þessa frétt

"Talsmenn Landsbankans segja ekki rétt að aðgerðir vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi hafi leitt til erfiðleika Kaupþings." ............" Aðgerðir breskra yfirvalda gagnvart Kaupþingi í London tengdust því ekki Landsbankanum beint.“

Ekki beint hvað þá ?

Það er gjörsamlega óþolandi þegar þessir aðilar eru að reyna að klóra yfir þessa vitleysu. Auðvita veit hvert mannsbarn hvernig málum var háttað.

Talsmenn ? Ríkis-talsmenn er þetta skoðun ríkisins ?

Síðan er það hlálegt eða réttara sagt vandræðalegt  þegar greiningardeildir bankanna eru þegar byrjaðar að vísa veginn til framtíðar, froða sem ég vildi vera laus við úr fjölmiðlum.

 


mbl.is Aðgerðir Breta sköðuðu alla bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kop

Já, eru þeir enn við völd?

og eru þeir enn á ofurlaunum?

og eru þeir búnir að skila velgengnisbónusunum, sem þeir hafa fengið á hverju ári?

kop, 25.10.2008 kl. 22:14

2 identicon

Ha? Hvað ertu að blogga um?? Það er verið að vísa í notkun hryðjuverkalöggjafarinnar í Bretlandi. Ertu að tengja þetta við MBL til að fá heimsóknir eða ertu að því af því þú hefur eitthvað að segja?!

Múmi (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:29

3 Smámynd: Brynjólfur Bragason

Múmí , inntak fréttarinnar er að talsmenn Landsbankans segja ekki rétt að aðgerðir vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi hafi leitt til erfiðleika Kaupþings (ekki beint) ? Ég spyr þá hvað þá ef ekki beint...

Landsbankinn er hér að svara ummælum sem komu fram í þættinum hjá Birni Inga fyrr um morguninn um að vandamál Landbankans hafi valdið því að farið var inn í Kaupþing í Bretlandi..

Brynjólfur Bragason, 26.10.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband