Ruggar ekki bátnum fyrir landsfund.
23.12.2008 | 14:55
Það er líklega best fyrir Geir að vera ekki að rugga bátnum fyrir landsfund. Það er ljóst að kröfur skrílsins um breytingar á ríkisstjórninni er hjóm eitt í eyrum ráðamanna. Á hvaða leið eru ráðamenn? Þetta lítur ekki vel út fyrir þjóðina.....
Ef Sjálfstæðismenn hafna aðildarumræðum þá er í lagi að kjósa annars ekki . EB er í forgangi hjá Samfylkingunni. Lagfæringar á þessu glæpasamfélagi sem við búum í má líklega bíða betri tíma...
Geir: Engar ráðherrabreytingar fyrirhugaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er bara að leiðrétta mistökin !
22.12.2008 | 21:40
Þetta hlýtur að vera léttir fyrir þá sem voru blekktir til að setja sparnaðinn sinn í þessa sjóði. Nú hlýtur Nýi Landsbankinn að leiðrétta þessi mistök, annað væri þjófnaður.
NBI og Landsvaki viðurkenna mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dapurlegt ástand, ráðamenn vaknið
19.12.2008 | 22:31
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bera ábyrgð umfram aðra stjórnmálaflokka á þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku þjóðfélagi. Eftirliti og reglum með viðskiptalífinu hefur verið ábótavant. Allt gert til að efla frelsið og leyfa frjálshyggjunni að blómstra." Ráðamenn hafa skapað ógeðfellt viðskiptaumhverfi sem enginn ærlegur Íslendingur bað um. Ráðamönnum hefur tekist að einkavinavæða gróðann, þjóðnýta tapið og setja þjóðina í skuldahlekki af vangá.
Hverju er um að kenna að peningastuldur er enn löglegur á Íslandi undir formerkjum fjármálagerninga? Allir sjá þjófnaðinn nema ráðamenn og strútarnir í fjármálaeftirlitinu. Siðleysið er algört. Ráðherrar þurfa að fara á námskeið í siðmennt til að skilja hugtakið ábyrgð. Tökum dæmi af viðskiptaráðherra, enginn sagði honum það sem hann hefði mátti vita. En hann tekur það sérstaklega fram að ekki hafi hann brotið nein lög. Það er nákvæmlega þetta hugafar sem er að fara með þjóðfélagið til fjandans. Það er til annarskonar ábyrgð en lagaleg, líka siðferðisleg og pólitísk.
Sjálfstæðisflokkurinn situr í skjóli Ingibjargar Sólrúnar. Fylgið er hrunið og verður nú Sjálfstæðisflokkurinn ásamt þjóðinni teymdur af stálfrúnni inn í Evrópubandalagið. Ingibjörg ætlaði að bæta siðferði í íslenskum stjórnmálum með samræðu stjórnmálum og margir bundu miklar vonir við hana. Þær vonir eru brostnar, hún hefur komið fram af hroka og yfirlæti gagnvart þjóðinni. Mikill fjöldi Samfylkingarfólks blöskrar dugleysi og framferði ráðherra flokksins og mun því segja skilið við hann. Ég held að framferði forustumanna ríkisstjórnarinnar á undanförnum vikum hafi í raun snúið mörgum í afstöðu sinni til EB. Margur sem var með er nú á móti. Hvernig hefur ESS samningurinn leikið þjóðina, frjálst flæði fjármagns. ,,Allt fyrir ekkert er nú nánast ekkert fyrir allt.
Það sem á að hafa forgang núna er allt annað en innganga í EB. Stjórnmálamenn þurfa að skilja hvað er þjóðinni mikilvægt á þessum örlagatímum. Það hefur orðið alvarlegur trúnaðarbrestur á milli stjórnmálamanna og almennings. Sárin þurfa að gróa og ekki er gæfulegt að ata þjóðinni á þessari stundu á forað EB umræðu. Verkefni heima fyrir eru ærin. Þeim verkefnum eiga stjórnmálamenn að sinna að trúmennsku, auðmýkt og af fullri einurð.
Dægurmál | Breytt 4.1.2009 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stöndum í lappirnar....
20.11.2008 | 23:18
Geir sagði í Kastljósi að ekki sé hægt að bjóða þjóðum sem ætla að aðstoða við uppbyggingu íslands upp á óvissu í stjórnmálum og við stjórn landsins. Sammála forsætisráðherra það má ekki skaða álit alþjóðasamfélagsins á ráðamönnum. Við verðum að fara að haga okkur eins og siðmenntað fólk, það á líka við um ráðherraleysi Samfylkingarinnar. Nú verða menn að standa í lappirnar, allavega út á við....
Það sést ekki á svörtu, ha, ha, ha...sagði Seðlabankastjóri
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dómsdagsspá Danske Bank mars 2006...
20.11.2008 | 21:58
Mig minnir að við höfum flest trúað því að íslensk viðskiptaséní væru þau klárustu í heimi....
En hér er skemmtileg lesning um öfund Dana á Íslenska efnahagsundrinu:
http://www2.glitnir.is/Markadir/Greining/Frettir/?BirtaGrein=617512
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Varnaðarorð sem stöðugt voru uppi höfð....
18.11.2008 | 22:41
Ábyrgðin er að mestu bankastjóra einkabankanna og Seðlabankinn gerir of lítið úr sinni ábyrgð sagði stjórnarformaður fjármálaeftirlitsins á RÚV fyrr í kvöld.
Sagði eftirfarandi um ábyrgð FE og SB:
"Sameiginlega berum við náttúrulega ábyrgð á því að hafa ekki náð í gegn með þau varnaðarorð sem stöðugt voru uppi höfð".
Þarf ekki að skýra þetta eitthvað betur með varnaðarorð sem stöðugt voru uppi höfð..
Af hverju náðu þeir ekki í gegn ?
Voru það einhverjir sem hlustuðu ekki, bankamenn eða ríkisstjórn ?
Afhverju er ekki hægt að spyrja réttu spurninganna .....
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flokkur framar þjóð?
16.11.2008 | 17:19
"Flokkur framar þjóð" skrifar Jón Kaldal í Fréttablaðinu í dag og er að ræða um forgangsröðina hjá forsætisráðherranum.
Getur verið að stærð og velgengni Sjálfstæðisflokksins sé lykillinn að björgun þjóðarinnar? Eða er formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrann að flækjast hvor fyrir öðrum á ögurstundu með alvarlegum afleiðingum? Krafan er að ráðamenn sýni auðmýkt í störfum sínum og standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að gera sitt besta !
4.11.2008 | 22:11
Dóttir mín 14 ára tók þátt í könnun í skólanum í dag. Hún þurfti að gefa ríkisstjórninni einkunn, gaf henni falleinkunn. Fékk síðan samviskubit yfir einkunnargjöfinni og sagði við mig að ríkisstjórnin væri að klúðra öllum málum. Og bætti síðan við en líklega er fólkið að gera sitt besta. Dóttir mín hefur lært það í gegnum tíðina að það sé farsælt að gera sitt besta. En hvað gerist þegar það besta dugar ekki og þú berð ábyrgð á örlögum heillar þjóðar.
Hvað gera menn þá ?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ömurlegt að vera kenna einum manni um
2.11.2008 | 12:27
Hvað með ábyrgð annarra Seðlabankastjóra, forsætisráðherra, þingmanna sem styðja ríkisstjórnina og kjósendur ríkisstjórnarflokkanna. Það er líklega ég sem er þá ábyrgur og mun þurfa að axla hana ásamt öðrum landsmönnum.
Skoðum aðeins gjörðir Seðlabankastjóranna í október 2008.
- Borga ekki skuldir óreiðumanna, amma eins þeirra taldi það ekki góða latínu.
- Tilkynna um lán sem eru ekki í hendi.
- Festa gengi fyrir hádegi en setja á flot eftir hádegi
- Lækka stýrivexti fyrir hádegi en hækka þá eftir hádegi.
- Greina frá trúnaðaratriðum ef það hentar þeim.
- Setja fram tillögu um þjóðstjórn á ríkistjórnarfundi.
- Segja á blaðamannafundum að mistök séu í lagi, ha, ha, ha...
- Það sjáist ekki á svörtu....
Er þetta nokkuð svo slæmt, hitt er kannski verra, hvað gerist í nóvember....
Samfylking afneitar Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framtíðin er björt...
1.11.2008 | 23:04
Þjóðin er heppin að hafa sterka ríkisstjórn á óvissutímum. Ríkisstjórn sem mun leiða okkur úr kreppunni ásamt traustum Seðlabankastjóra sem fékk það í veganesti frá ömmu sinni að greiða aldrei skuldir óreiðumanna.
Það er líklegt að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Seðlabanki munu á næstu dögum tilkynna aðgerðapakka í 30 liðum. Aðgerðapakkinn mun taka heildstætt á vandamálum þjóðarbúsins og marka stefnu til framtíðar. Erlendir sérfræðingar verða kallaðir til landsins til að vinna að greiningu á peningastefnu þjóðarinnar og koma með tillögur til úrbóta. Samin verður ítarleg viðbragðsáætlun við alþjóðlegum fjármálakreppum og til að verjast yfirgangi annarra þjóða sem ætlast til að við borgum skuldir okkar. Lög sem varða Evrópska efnahagssvæði munu verða endurlesin, skýrð og rædd á Alþingi Íslendinga. Leitað verður sérstaklega að ákvæðum sem við getum ekki staðið við vegna smæðar þjóðarinnar og þingmönnum hefur yfirsést.
Hliðarverkanir af alþjóðakreppunni geta orðið eftirfarandi samkvæmt svartsýnustu spám: Kaupmáttarrýrnun 20%, atvinnuleysi 15%, skattahækkanir 5%, gengisvísitala 160 260, gjaldþrot skuldara...
En hver vorkennir skuldurum, hver er sinnar gæfu smiður. Sveltir sitjandi kráka en fljúgandi fær. Forsætisráðherra sagði það vera hátt skuldara að kenna bankanum sínum um. Sammála honum þar, hefur líklega sjaldan átt betur við en núna.Að öðru leyti mun verða bjart yfir íslensku efnahagslífi á komandi árum.
Þetta lagst allt saman ef við stöndum saman, höldum utan um hvert annað og hreyfum okkur ekki að óþörfu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)