Stöndum saman, allir landsmenn nema ríkisstjórnin
14.10.2008 | 23:25
Ráðamenn, ríkisstjórn og þingmenn sváfu á verðinum, fjármálaeftirlit og Seðlabankinn brugðust og stjórnendur bankanna sýndu fullkomið ábyrgðaleysi.
Ríkisstjórnin er ekki trúverðug hún segir fólkinu í landinu að standa saman en hefur ekki vit á því að koma fram sameinuð á örlagatímum þjóðarinnar.
Skoðum áherslur ráðherra Samfylkingarinnar:
Viðskiptaráðherra segir henda krónunni,
Félagsmálaráðherra segir reka Davíð,
Utanríkisráðherra segir ganga í ESB,
Iðnaðarráðherra segir lækka stýrivexti,
Umhverfisráðherra segir heildstætt umhverfismat
Samgöngumálaráðherra segir
Og ekkert gerist .....
Er þetta fólkið sem ætlar að bjarga þjóðinni í samstarfi við Sjálfstæðisflokk, flokk sem er í gíslingu hjá litla drengnum með handsprengjurnar eins og einhver kallið hann.
Bankaskýrsla undir stól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Aðstoðarforstjóri Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði.
Vefurinn liggur niðri vegna "viðgerða"Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslenskum bönkum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að minnta ástæðu til að ætla að staðan sé tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.
Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem
þær beinast einnig að íslenskum eftirlitsaðilum. Sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankanum.
Ítarleg greining þessara tveggja lykilstofnanna gefa ekkert annað til kynna en að íslenska bankakerfið sé mjög stöndugt."
Skrifað af og tekið af vef Hæstvirts Viðskiptaráðherra hr Björgvin G Sigurðssonar.
Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 18:32
Mentaamálaráðherra segir Bankarnir einkavæddir sem fyrst
Sigmar Ægir Björgvinsson, 26.10.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.