Er seðlabankinn að segja satt frá ?
27.10.2008 | 20:21
Það er ljóst að Darling vissi af þessum 200 milljónum punda sem Landsbankinn vonaðist til að fá. Nú þurfum við að fá fyrirspurn Landsbankans til Seðlabankans til að varpa ljósi á málið !
Spurning hver er að ljúga ?
Úr samtali Árna og Darlings...
Darling: Ég tek því þá sem svo að loforðið sem Landsbankinn gaf okkur um að hann fengi 200 milljónir punda í reiðufé sé einnig fyrir bí?
Árni: Já, þeir fengu ekki það fé.
Björgólfur segist standa við ummæli sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefði ekki verið Betra að Redda Þessu ég bara spyr
Ég sé nú málið þannig það er megn stækja af þessu öllu saman
og verst er lyktin Frá Sjálfstæðismönnum og Samfylkingarfólki
Og enn og aftur Bið ég þjóðina Afsökunar á Því að hafa haft Kosið samfylkingu
Fyrirgefið mér
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:29
Það er augljóst að ríkisstjórnin sagði okkur ekki frá þessu og þá er augljóst hver er að ljúga.
Hlöðver Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:30
Sjálfstæðisflokkur og Seðlabankinn bera fulla ábyrgð á öllu þessu og skal því axla þá ábyrgð fyrir almenningi og segja af sér eða verða leyst upp frá störfum. Það er hrikalega ömurlegt og hreinlega glæpsamlegt að heyra hverju var þagað yfir fyrir þegnum þessa lands og allar þær aðvaranir sem Ríkisstjórnin og Seðlabankinn voru ítrekuð vöruð við en kusu að hundsa þær aðvaranir, allan þennan tíma sagði Geir að hér væri allt í himnalagi, mér er spurn, fékk hann BA-prófið í hagfræði frá Brandeis-háskólanum í Bandaríkjunum og MA-prófð í hagfræði frá Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum í pókerspili ?
— ICELAND'S MOST WANTED —
Er að skipuleggja aðgerðina "Víkingur Delta 2" "Operation Viking Delta 2" Endilega ef þú getur að aðstoðað mig með því að smella á linkinn hér fyrir ofan og tilgreina í hvaða hryðjuverkastétt þú ert í, með fyrirfram þökk. Sævarinn hryðjuverkaatvinnulausi.
Sævar Einarsson, 27.10.2008 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.