Rétt eða röng ákvörðun ?

Gylfi Magnússon og Guðmundur Ólafsson eru á öndverðri skoðun um gagnsemi þessa. Sennilega hafa þeir báðir nokkuð til síns máls.

Er þetta ekki rétta aðferðin til að styrkja krónuna og koma í veg fyrir óðaverðbólgu ? En er það ekki ljóst að stýrivaxtahækkunin bitnar á heimilum og fyrirtækjum með skelfilegum afleiðingum ?

Krafan hlýtur að vera heildstæður aðgerðarpakki en ekki þetta fát og fum. Þessi hringlandaháttur er einstaklega ósannfærandi.. 

Guðmundur í DV: Þeir eru ruglaðir. Það verður að loka öllum fyrirtækjum á Íslandi. Það verður massagjaldþrot fyrirtækja og atvinnuleysi.

Gylfi í MBL: Aðstæður vera þannig nú að hækkun stýrivaxta virðist skynsamleg. „Verðbólga er allveruleg og við þær aðstæður getur verið varhugavert að hafa stýrivexti undir verðbólgustigi,” sagði hann. „Þetta virðist einnig rökrétt í ljósi þeirra erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir varðandi gjaldeyrisöflun. Við slíkar aðstæður eru aðgerðir sem fæla kaupendur frá krónunni það sem við þurfum síst á að halda."

 


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Það á greinilega ekki að læra af sögunni hér á landi frekar en annars staðar. Tók þetta af öðru bloggi:

History shows that attempts to save currencies from plunges by raising interest rates are prone to failure. The U.K. on Sept. 16, 1992, boosted its benchmark rate by 5 percentage points in two moves to 15 percent in a doomed effort to keep the pound in a European exchange-rate system. Britain gave up the attempt the same day and canceled the second rate rise; the pound lost 22 percent against the dollar in the final two months of the year.

During the 1997-98 Asian financial crisis, the International Monetary Fund advocated high rates to help restore confidence in sliding currencies. Central banks from Indonesia and Thailand to South Korea and Singapore lifted borrowing costs. South Korea took its main rate to 30 percent in December 1997.

The strategy failed to prevent exchange-rate collapses across the region. South Korea's won lost 47 percent against the dollar in 1997, the Thai baht fell 45 percent and Indonesia's rupiah plummeted 56 percent.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 28.10.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband