Framtíðin er björt...
1.11.2008 | 23:04
Þjóðin er heppin að hafa sterka ríkisstjórn á óvissutímum. Ríkisstjórn sem mun leiða okkur úr kreppunni ásamt traustum Seðlabankastjóra sem fékk það í veganesti frá ömmu sinni að greiða aldrei skuldir óreiðumanna.
Það er líklegt að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Seðlabanki munu á næstu dögum tilkynna aðgerðapakka í 30 liðum. Aðgerðapakkinn mun taka heildstætt á vandamálum þjóðarbúsins og marka stefnu til framtíðar. Erlendir sérfræðingar verða kallaðir til landsins til að vinna að greiningu á peningastefnu þjóðarinnar og koma með tillögur til úrbóta. Samin verður ítarleg viðbragðsáætlun við alþjóðlegum fjármálakreppum og til að verjast yfirgangi annarra þjóða sem ætlast til að við borgum skuldir okkar. Lög sem varða Evrópska efnahagssvæði munu verða endurlesin, skýrð og rædd á Alþingi Íslendinga. Leitað verður sérstaklega að ákvæðum sem við getum ekki staðið við vegna smæðar þjóðarinnar og þingmönnum hefur yfirsést.
Hliðarverkanir af alþjóðakreppunni geta orðið eftirfarandi samkvæmt svartsýnustu spám: Kaupmáttarrýrnun 20%, atvinnuleysi 15%, skattahækkanir 5%, gengisvísitala 160 260, gjaldþrot skuldara...
En hver vorkennir skuldurum, hver er sinnar gæfu smiður. Sveltir sitjandi kráka en fljúgandi fær. Forsætisráðherra sagði það vera hátt skuldara að kenna bankanum sínum um. Sammála honum þar, hefur líklega sjaldan átt betur við en núna.Að öðru leyti mun verða bjart yfir íslensku efnahagslífi á komandi árum.
Þetta lagst allt saman ef við stöndum saman, höldum utan um hvert annað og hreyfum okkur ekki að óþörfu.
Athugasemdir
Þú heldur það já. Ertu í glasi? Þú telur að 40 milljónir á mannsbarn sé eitthvað, sem við borgum sísvona, jafnvel með ofantaldri kjararýrnun?
Hvað eigum við að segja....80.000.000 á hvern vinnandi mann með 1000 kall á tímann (miðað við rýrnun). Skuldirnar eru ekki vegna lána einstaklinga heldur. Kíktu hvaðan þessir 12.000.000.000.000- koma og komdu svo..
Ég ætla að vona að þetta sé langsótt kaldhæðni hjá þér kallinn minn.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.