Að gera sitt besta !
4.11.2008 | 22:11
Dóttir mín 14 ára tók þátt í könnun í skólanum í dag. Hún þurfti að gefa ríkisstjórninni einkunn, gaf henni falleinkunn. Fékk síðan samviskubit yfir einkunnargjöfinni og sagði við mig að ríkisstjórnin væri að klúðra öllum málum. Og bætti síðan við en líklega er fólkið að gera sitt besta. Dóttir mín hefur lært það í gegnum tíðina að það sé farsælt að gera sitt besta. En hvað gerist þegar það besta dugar ekki og þú berð ábyrgð á örlögum heillar þjóðar.
Hvað gera menn þá ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.