ESB kosningar 2010
13.4.2009 | 22:29
Stefnuyfirlýsing Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs var samþykkt á stofnfundinum, 6. febrúar 1999. Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.
10 árum seinna, úr ályktun 2009. Vinstrihreyfingin grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins. Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Landsfundur telur mikilvægt að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu fái rækilega umræðu og að hliðsjón verði höfð af væntanlegum stjórnarskrábreytingum og hvað eðlilegt getur talist þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um framsal og fullveldi.
Snjallt hjá Vinstri Grænum en með þessari ályktun eru þeir búnir að tryggja sér forsætisráðherrastólinn eftir næstu alþingiskosningar. Árið 1991 fékk Davíð Oddsson forsætisráðherrastólinn en Jón Baldvin EES samninginn. Árið 2009 mun Steingrímur J. Sigfússon fá forsætisráðherrastólinn í ríkisstjórn með Samfylkingunni og fallast jafnframt á að fara í umræður um ESB aðild.
Snemma árs 2010 verður kosið um aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Athugasemdir
Útkoman gæti orðið þessi sem þú lýsir, fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.
Jón Örn (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.