Færsluflokkur: Dægurmál

Rétt eða röng ákvörðun ?

Gylfi Magnússon og Guðmundur Ólafsson eru á öndverðri skoðun um gagnsemi þessa. Sennilega hafa þeir báðir nokkuð til síns máls.

Er þetta ekki rétta aðferðin til að styrkja krónuna og koma í veg fyrir óðaverðbólgu ? En er það ekki ljóst að stýrivaxtahækkunin bitnar á heimilum og fyrirtækjum með skelfilegum afleiðingum ?

Krafan hlýtur að vera heildstæður aðgerðarpakki en ekki þetta fát og fum. Þessi hringlandaháttur er einstaklega ósannfærandi.. 

Guðmundur í DV: Þeir eru ruglaðir. Það verður að loka öllum fyrirtækjum á Íslandi. Það verður massagjaldþrot fyrirtækja og atvinnuleysi.

Gylfi í MBL: Aðstæður vera þannig nú að hækkun stýrivaxta virðist skynsamleg. „Verðbólga er allveruleg og við þær aðstæður getur verið varhugavert að hafa stýrivexti undir verðbólgustigi,” sagði hann. „Þetta virðist einnig rökrétt í ljósi þeirra erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir varðandi gjaldeyrisöflun. Við slíkar aðstæður eru aðgerðir sem fæla kaupendur frá krónunni það sem við þurfum síst á að halda."

 


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er seðlabankinn að segja satt frá ?

 

Það er ljóst að Darling vissi af þessum 200 milljónum punda sem Landsbankinn vonaðist til að fá. Nú þurfum við að fá fyrirspurn Landsbankans til Seðlabankans til að varpa ljósi á málið !

Spurning hver er að ljúga ? 

Úr samtali Árna og Darlings...

Darling: Ég tek því þá sem svo að loforðið sem Landsbankinn gaf okkur um að hann fengi 200 milljónir punda í reiðufé sé einnig fyrir bí?

Árni: Já, þeir fengu ekki það fé.

 


mbl.is Björgólfur segist standa við ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfrið í dag...

Athyglisvert að hlusta á Jóhannes Björn í Silfri Egils í dag.  Hann fór yfir stöðuna á mannamáli. Talaði um hvernig hið nýja hagkerfi hefði orðið til á tímum Víetnamstríðsins. Sagði að nýfrjálshyggjan væri ekki hagfræðistefna heldur trúarbrögð. Sagði að greiningardeildir bankanna væru auglýsingadeildir. Fjármálaeftirlitið væri brandari og sérfræðingar Seðlabankans væru sofandi.

 

Eru útrásarbankastjórarnir enn við völd ?

Er ekki að skilja þessa frétt

"Talsmenn Landsbankans segja ekki rétt að aðgerðir vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi hafi leitt til erfiðleika Kaupþings." ............" Aðgerðir breskra yfirvalda gagnvart Kaupþingi í London tengdust því ekki Landsbankanum beint.“

Ekki beint hvað þá ?

Það er gjörsamlega óþolandi þegar þessir aðilar eru að reyna að klóra yfir þessa vitleysu. Auðvita veit hvert mannsbarn hvernig málum var háttað.

Talsmenn ? Ríkis-talsmenn er þetta skoðun ríkisins ?

Síðan er það hlálegt eða réttara sagt vandræðalegt  þegar greiningardeildir bankanna eru þegar byrjaðar að vísa veginn til framtíðar, froða sem ég vildi vera laus við úr fjölmiðlum.

 


mbl.is Aðgerðir Breta sköðuðu alla bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugum að þessu á næstu misserum ....

 Alþingi 07.12.2004 Telur ráðherra rétt í ljósi aðstæðna á fjármálamarkaði að grípa til aðgerða til að treysta betur stöðu innstæðueigenda og telur hann að öryggi þeirra sé nægjanlega tryggt komi til alvarlegra skakkafalla hjá innlánsstofnunum þannig að þær geti ekki staðið við skuldbindingar gagnvart innstæðueigendum?
    Ráðherra telur að núverandi lágmarksinnstæðutrygging samkvæmt lögum um innstæðueigendur og tryggingakerfi fyrir fjárfesta veiti innstæðueigendum fullnægjandi vernd. Í því efni ber að hafa í huga að lágmarkstrygging samkvæmt lögunum á aðeins við ef eignir sjóðsins hrökkva ekki til þess að greiða allar kröfur. Meginreglan er því sú að allar innstæður eru greiddar, svo fremi sem Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta eigi fyrir kröfum innstæðueigenda.  Ráðherra telur á hinn bóginn að ástæða sé til að huga að því á næstu missirum hvort rétt sé að innlánastofnanir greiði meira til sjóðsins, t.d. með því að hækka það hlutfall tryggðra innstæðna sem sjóðurinn skal eiga á hverjum tíma.

Jóhanna Sigurðardóttir bar þessa spurningu fram við Valgerði Sverrisdóttur, sennilega gat enginn séð það fyrir að bankarnir féllu allir í einu en það er ljóst að einhver hefur haft áhyggjur af þessum málum. 

Samkvæmt þingmálaskrá Ríkisstjórnarinnar 2007 -2008  þá átti að taka fyrir á haustþing “Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. (Haust)”  Finn ekkert um það hvaða breytingar voru gerðar á lögunum ef einhverjar ?

Og hér er síðan brot úr lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta sem vert er að hafa áhyggjur af.

1999 nr. 98 27. desember 3.gr. Aðilar að sjóðnum.Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, sem hafa staðfestu hér á landi, skulu eiga aðild að sjóðnum. [Hið sama gildir um útibú þessara aðila á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum.]1) Þessi fyrirtæki, hér eftir nefnd aðildarfyrirtæki, bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hans umfram lögbundin framlög til sjóðsins,sbr. ákvæði 6. og 7. gr. 

Vonandi finna menn skothelda leið fram hjá þessu ákvæði laganna en hún liggur vart ljós fyrir eða hvað ?


mbl.is Baksvið: Viðvörunarljósin leiftruðu í þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðalausir ráðamenn lausir við ábyrgð

Skeytingarleysi, ábyrgðarleysi, siðleysi, græðgi , hroki, ótti, vantraust og tómlæti eru koma í hugann þegar horft er í baksýnisspegil bankastjóranna. Ráðamenn og þingmenn hafa sofið á vaktinni með hrikalegum afleiðingum fyrir þjóðina. Frjálst flæði fjármagns samkvæmt EES samningi setti okkur á hausinn. Bágborið ástand í efnahagmálum alheimsins setti okkur á hausinn. Það er hin opinbera skýring ráðamanna ! Getum við treyst ráðamönnum sem geta ekki horfst í augu við sannleikann og að lágmarki viðurkennt eigin ábyrgð ? Eru það þessir sömu ráðamenn sem við eigum að treysta fyrir framtíð og velferð þjóðarinnar ?   Ég held ekki, nú þarf byltingu og siðbót.

Mannréttindabrot ?

Getur það verið að það sé engin ríkisábyrgð á neinum innlánum í bönkunum aðeins tryggingasjóður innustæðueiganda með um 19 milljarðar ? Upphæð sem á að skiptast jafnt á alla innstæðueigendur íslenskra banka, íslenskra og erlenda (icesave) viðskiptavini. Hefur einhver séð einhverstaðar stafkrók um ríkisábyrgð ?

Líklega ekki nokkur maður, sennilega ekki til nema í orðum ríkisstjórnarinnar.

 Jú ríkisstjórnin er í vanda, búin að lofa að tryggja innustæðureikninga í íslenskum bönkum, þá skiptir það vart máli hvort innlánseigandinn sé erlendur eða íslenskur. Annars væru menn að  brjóta jafnræðisreglu og mannréttindi þar sem verið er að mismuna viðskiptavinum eftir þjóðerni. Of ef ríkisstjórnin tryggir ekki innstæður innlánseiganda þá væri  þjóðfélagsgerðin hrunin. Enginn myndi treysta bönkum fyrir peningunum sínum í næstu framtíð ! 
mbl.is Viðræðum við Breta lokið í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum saman, allir landsmenn nema ríkisstjórnin

 

Ráðamenn, ríkisstjórn og þingmenn sváfu á verðinum, fjármálaeftirlit og Seðlabankinn brugðust og stjórnendur bankanna sýndu fullkomið ábyrgðaleysi.

 

Ríkisstjórnin er ekki trúverðug hún segir fólkinu í landinu að standa saman en hefur ekki vit á því að koma fram sameinuð á örlagatímum þjóðarinnar.

 

Skoðum áherslur ráðherra Samfylkingarinnar:

Viðskiptaráðherra segir “henda krónunni”,

Félagsmálaráðherra segir “reka Davíð”,

Utanríkisráðherra segir “ganga í ESB”,

Iðnaðarráðherra segir “lækka stýrivexti”,

Umhverfisráðherra segir “heildstætt umhverfismat”

Samgöngumálaráðherra segir “”

Og ekkert gerist .....

 

Er þetta fólkið sem ætlar að bjarga þjóðinni í samstarfi við Sjálfstæðisflokk, flokk sem er í gíslingu hjá litla drengnum með handsprengjurnar eins og einhver kallið hann.


mbl.is Bankaskýrsla undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herjólfur

Þetta er snjallt hjá þeim, sennilega verður hann látinn heita Herjólfur og bruggaður í Herjólfsdal. Um verslunarmannahelgar verður síðan kynningartilboð í gangi og enginn maður með mönnum nema hann drekki Herjólf.


mbl.is Rís bjórverksmiðja í Vestmannaeyjum í vor?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslahaugar gætu hjálpað !

Hvernig væri að koma upp almennilegum ruslahaugum rétt fyrir utan borgina, sennilega voru betri tímar hjá forfeðrum þessara fugla þegar Gufuneshaugarni voru og hétu. Þar voru mávarnir  oft í  mat, bæði í hádeginu og sumir á kvöldin líka...
mbl.is „Það er ekki allt í lagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband