Færsluflokkur: Dægurmál

Hvílir einhver skylda á sjávarútveginum?

Sjávarútveginum á ekki að vera handstýrt af stjórnmálamönnum þetta er atvinnugrein sem er í samkeppni við erlenda matvælaframleiðslu, þetta sagði Kristján Júlíussyni í Silfri Egils í dag. Hann telur réttilega að bæta eigi samgöngur og tryggja góð fjarskipti til að viðhalda byggð í landinu. 

Er það eðlileg krafa að sjávarútvegurinn tryggi byggð í sjávarplássum landsins? Ég tala nú ekki um ef hann er í harðri samkeppni við EB styrktan landbúnað og sjávarútveg.

Við skulum hafa það í huga að byggðir á Vestfjörðum mynduðust útfrá sjósókn, þar sem harðduglegt fólk hefur frá árdögum sótti miðin og stundaði vinnslu í landi. Eru kröfur þessa fólks um að hafa lífsviðuværi sitt af sjávarútvegi óbilgirni?

 


Góðar fréttir af Framsókn

Það er gott til þess að vita að enn eru til menn sem þekkja sinn vitjunar tíma. Óska framsóknmönnum alls hins besta, tími breytinga var kominn. "Loft er lævi blandið" sagði varaformaðurinn en nú er búið að hreinsa loftið. Stjórnin fallin og til hamingju Ísland !
mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband